KAUPFÉLAGIÐ...........
Viðskiptamenn

- Sú heittelskaða
- Heimaslóðir
- Skotta
- Kobbi græni
- Kiddi Trommbomm
- Surturinn
- Hin fimm fræknu
- Eddarnir
- Upp til Heiðars
- Bombalombalom
- Gummi Markaður
- Sannleikurinn?
- Vinnan
- Slappur
- SUF


Sendu mér mail!

[Í kaupfélaginu kennir ýmissa grasa, ég sá sem rita undir allar greinarnar er stjóri hér og þær skoðanir sem koma fram eru yfirleitt mínar. Ef þér finnst ekkert spennandi í hillum kaupfélagsins, þá ert þú, kæri, kæra. Á rangri hillu í lífinu, allavega þó á rangri síðu.]

Myndir

- Glamúr shots
- Arndís árið
- Landslagið
- Eurovison um árið
- SUF á Álandi
- Mörkin 2004
- Esjan með Valla
- Hvannadalshnjúkur!!
- Mörkin 2006


Hér er ýmislegt að finna, bæði gott og vont, njótið!

20070411

Daginn


Þetta er póstur númer 299 á þessari síðu. Þetta er einnig síðasti pósturinn á þessari síðu. Kaupfélagið hefur nú flutt í nýtt húsnæði að


www.kaupfelag.blog.is


Vinsamlegast breytið heimilisfangi í bókum yðar.


Kaupfélagið þakkar öllum þeim sem hingað komu á síðastliðnum 3 árum.


Kveðja


Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20070309

Daginn öll


Öll berum við ábyrgð á umhverfinu. Ég og mín ektafrúa eigum bíl, RAV4. Með því að setja upplýsingar um bílinn og notkun okkar á honum pr. ár á þessari síðu hérna..


Orkustofnunar-reiknir


...get ég séð að til þess að vinna á móti mengun bílsins þarf 2108 tré.


Ég er því búinn að hafa samband við skógræktar verkefnið Héraðsskóga til að athuga hvort hægt sé að styrkja það til þess að planta þessum trjám.


Legg til að þið skoðið hvað þið eruð að menga og gera eitthvað í því.


Kveðja


Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20070308

Daginn!
Hún elsku besta Alman mín á afmæli í dag.

TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN FEGURST!

OG ÞREFALT HÚRRA FYRIR ÞVÍ,

HIPHIP, HÚRRA!

HIPHIP, HÚRRA!!!

HIPHIP, HÚRRAAAA!!!
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr
Ómar og aðrir gegn álverum á Íslandi.




Við búum á littlum bláum hnetti, við skulum kalla hann Framtíðarhnöttinn eða Draumahnöttinn, þið ráðið? Á hnettinum okkar búa margar þjóðir og innan hverrar þjóðar margir einstaklingar. Einstaklingarnir á Framtíðarhnettinum/Draumahnettinum nota bíla, flugvélar, húsnæði, hnífapör, geisladiska, alls kyns byggingarvörur, spegla og svo margt margt annað sem búið er m.a. til úr áli.


Í dag eru fjöldamörg álver út um allan Draumahnöttinn/Framtíðarhnöttinn sem framleiða álið sitt (fyrir mig og þig og alla hina á hnettinum) með því að nota orku sem kemur frá kola- og olíuorkuverum. Þau eru vond, voða vond, því að þau spúa út í andrúmsloftið á Drauma/Framtíðarhnettinum slæmum efnum sem m.a. eru að ýta undir svokölluð Gróðurhúsaáhrif. Kannski finnst andstæðingum álvera á Íslandi það bara fínt því að þá verður kannski svo hlýtt á Íslandi að hægt verði að baða sig í dögginni á Arnarvatnsheiði allan ársins hring án þess að verða að rúsínu. (þarna niðri sko)


Á Framtíðar/draumahnettinum er svo lítil eyja, þessi eyja heitir Ísland, sumir kalla hana Draumalandið eða Framtíðarlandið og er það vel, þetta eru falleg orð. Á þessari eyju er ofsalega mikil orka, og galdurinn er sá að orkan sú er hrein og endurnýtanleg. Þessvegna m.a. finnst mörgum sniðugt að nýta orkuna til þess að framleiða málminn (álið) sem við notum svo mikið af (vegna þess að hann er léttur og sparar aðra orku) á Íslandi/Framtíðarlandinu/Draumalandinu. Það myndi nefnilega verða til þess að 1-2-3-4 álver annarsstaðar á Drauma/Framtíðarhnettinum sem nota voða vondu orkuverin yrði lokað. Þá væri nú gaman á hnettinum okkar.


Það er nefnilega þannig að við öll, ég, þú og allir á hnettinum okkar berum saman ábyrgð á því að reyna að sporna við Gróðurhúsaáhrifunum. Við erum búin að taka risastökk með því að reisa gott Álver á Reyðarfirði, jú, mikið rétt, við fórnuðum landi í staðinn en á móti því var 1-2-3 álverum annarstaðar á Draumahnettinum lokað og við það hlífðum við svo miklu miklu stærra landsvæði heldur en Kárahnjúkum.


Hinsvegar eigum við við svolítinn vanda að stríða. Já, á Drauma/Framtíðarlandinu (Íslandi) er hópur fólks sem kallar sig umhverfissinna. En sama hvað þeim er bent á stóru myndina þá virðist það ekkert hafa að segja hjá þessum hóp því að Ísland er fallegazt í heimi og hér á landi er perlan, hér má ekkert gera því að öll hin löndin á Draumahnettinum eru ljót og þeim má sökkva fyrir Kárahnjúka. Þessi aðilar sem kalla sig umhverfissinna eru það bara ekki neitt, nei, þeir eru svona eins og Frjálslyndir eru varðandi innflytjendur, já þessir aðilar eru Umhverfis-rasistar.


Það er ljóst að ekki verður farið í fleiri Kárahnjúka, ekki mun minn flokkur standa fyrir því í það minnsta, því hefur hann lofað. Héðan í frá verður notast að mestu við gufuaflið sem við eigum svo mikið af og munum jafnvel eignast meira af með djúpborun.


Því bið ég ykkur andstæðinga álvera á Íslandi, þið sem þykist vera umhverfissinnar, horfið á stóru myndina!


HORFIÐ Á STÓRU MYNDINA!


Snæþór S. Halldórsson
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20070226

Daginn


Ég heyrði ljóð rétt í þessu, beint frá höfundinum sjálfum. Þetta er að mínu mati fegursta ljóð sem kveðið hefur verið og munu menn í framtíðinni ekki lengur "Lilju kveðið hafa" heldur verður það núna að margir vildu "Lulíf kveðið haft. Hér kemur ljóðið:


Lulíf


Hoppandi ofan á stól
með kettling og vélsög
bíður henn' upp í ból
og tætir kettlinginn í sundur með vélsöginni.




Höfundur er A.P.A.


Ég finn bara til einnar tilfinningar.


Lotning.


Kveðja


Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20070215

Daginn


Ég hef lesið mörg bloggin um dagana, þau eru jú jafn misjöfn og þau eru mörg en það allra besta, allra allra besta er án efa blogg konunnar minnar. Það var reyndar ekki það sem ég ætlaði að tala um heldur bloggið hans Sigmars (Zygmars) fréttamanns. Maðurinn er án efa fullkominn snillingur og hef ég ákveðið að hætta að halda með FRAM og gerast Zygmari í staðinn.


Hann talaði um daginn um hana Sylvíu Nótt og þykir hún kúl. Ég hinsvegar verð að segja að mér finnst Sylvía mjög önkúl. Ég trúi bara ekki að þessi stúlka, Ágústa Eva, sé með öllu mjalla. Ég fílaði hana, í fullri alvöru, mér fannst hún æði....framan af. En núna, já, núna er hún meira að segja búin að tapa virðingu og skilyrðislausri ást dóttur minnar sem dýrkaði þennann torkennilega fyrrv. gleðigjafa. Orðin voru einhvernvegin svona:


Pabbi (ég): Nei sjáðu, þarna er Sylvía Nótt í sjónvarpinu.
Arndís: Þetta er bara Ágústa Eva Erlendsdóttir.
Pabbi (aftur ég): Já, finnst þér hún ekki svo skemmtileg?
Arndís: Neehhh. (Hélt svo áfram að lita mynd af stelpu í ballet)


Þannig að ef að Sylvía nýtur ekki minnar hylli? og ekki sex ára barna, já og ekki eldri borgara (amma gamla lét útúr sér þá frægu setningu í kringum júróvisjón í fyrra að "þetta þarna væri sko ekki íslendingur", þið getið rétt ímyndað ykkur hversu argur eldri borgari er orðinn þegar hann afneitar íslendingi) Já, fyrir hvern er hún þá? Ef hún er komin á það stig að það fílar hana enginn, nema kannski hún sjálf og aparnir í kringum hana...


...já og ekki orð um að ég sé egocentriskur.


En jæja, kominn tími á að hætta, á morgun er V- dagurinn, jibbs, það er dagurinn þegar J. Vopni Thorarensen mætir í skipholtið og tekur til við að míga á gólfið. Við Skipholtshjónin verðum væntanlega lítið við ca. næstu vikurnar, verðum bissí í að skúra og segja "NEI".


Góðar stundir


Snæþór


ps. alltaf nýjar myndir í Glamúr shots
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20070205

Daginn


Janúar hefur aldrei verið góður mánuður til að blogga. Þ.a.l. sleppti ég því bara að blogga í þessum kaldasta mánuði ársins. Skelfilegt líka þegar puttarnir frjósa fastir við lyklaborðið, svo sárt að rífa þá lausa.

En já, margt hefur á dagana drifið þessa 40 daga frá síðasta bloggi, kíkjum nánar á það:

  1. J. Vopni Thorarensen er á leiðinni á heimilið, nánar tiltekið þann 18 febrúar.
  2. Búið er að taka helling af myndum og smella þeim í Glamúr shots.
  3. Janúar er liðinn.
  4. Við Skipholtshjúin fórum í bíó. Sáum foreldra. Ekki mína, ekki hennar nei, heldur Foreldra Ragnars Bragasonar. Happy couple. Snilldarmynd. Mælum með henni, ekki satt skvís?
  5. Það er kominn febrúar. Febrúar á spænsku er febrero. En n.b. janúar er enero. Merkilegur andskoti.
  6. Arndís ofurstelpa varð 6 ára. Jibbs, hún er sex ára balletdansmær þessi snillingur.
  7. Ahhh...ég varð líka 30 ára, reyndar var það 28. des en það gleymdist samt að minnast á það held ég. Er tommu stærri en ég var fyrir. Spyrjið bara Ölmu.
  8. Held að þetta sé bara komið.

Kveðja

Snæþór

snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20061230


Kæru vinir.

Hann Kobbi, elsku hundurinn okkar Ölmu og Arndísar litlu fór skyndilega frá okkur seint í gærkvöldi. Það er ekkert sem búið getur mann undir brottför þeirra sem maður elskar, það vitum við nú. Ég bið ykkur að hugsa til hans Kobbalings í bænum ykkar.

Kveðja

Skipholtsfjölskyldan
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20061220

Daginn


Ég bendi sem flestum á að kíkja nú þegar á síðu minnar heittelskuðu hér til vinstri.


Góðar stundir.
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20061219

Daginn


Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því
sem ég get breytt
og vit til að greina
þar á milli.


Kveðja


Snæþór


p.s. æðruleysi þýðir hugarró
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20061217

Góða kvöldið


Langt um liðið frá síðasta pósti og því sennilega kominn tími á þennann.


Nokkrir stuttir punktar í kvöld.


1. Ég var að láta mér leiðast um daginn og opnaði fyrir tilviljun nýja testamentið. Ótrúlegt en satt. Ég byrjaði að lesa á fyrstu síðu og af henni tók við síða númer tvö og þar datt andlitið í gólfið. Já, það er nefnilega þannig að nú veit ég hvers vegna Matteusar guðspjallið er ekki lesið í kirkjum landsins á jólum, ójá, það hefst nefnilega þannig að Jósef kallinn var nú sko svo sannarlega ekki sáttur við hana Maríu sína. Hún bara orðin ólétt og þau aldrei verið náin þannig að hér voru maðkar í mysunni. Svo segir þarna á síðu númer tvö að Jósef hafi ákveðið að skilja við þessa lausaleiksdruslu en gera það þó í kyrrþei þannig að hún myndi nú missa sem minnsta sæmd. Nema hvað, þegar þetta er allt að fara að gerast og þau inni hjá skilnaðarlögfræðingnum þá heyrir Jósef himnasöng og halelúja og til hans kemur engill sem segir honum að María sé alls ekki lausgirt, neibbs, það hafi nefnilega verið heilagur andi sem sængaði hjá henni. Maður spyr sig, hvaða lyf ætli María hafi sett í vínið hans Jósefs?


2. Það er til fullt fullt af jólasveinum sem aldrei komast til byggða, það er nefnilega vegna þess að þeir heita mjög óheppilegum nöfnum og gera svona sitthvað sem ekki telst beinlínis siðsamlegt, kíkjum á þetta.


Rassaskefill er kengboginn eins og nafnið gefur til kynna. Honum er því haldið heima því að hann átti það til að laumast upp í rúm til pabbanna og gefa þeim óvænta gjöf.


Skuldaskellir er vandræðagripur. Hann er meistari í því sem á engilsaxnesku nefnist að "frame-a". Hann var talsvert á ferðinni áður fyrr og síðast þegar hann birtist var það Árni nokkur Johnsen sem varð fyrir barðinu á honum.


Stubbur er eins og nafnið gefur til kynna stubbur (að ýmsu leiti). Mömmurnar voru eitthvað voða lítið hrifnar af honum og því fær hann að skúra gólf heima hjá sér þessi jólin.


Píkusleikir. Þetta svosem fellst allt í nafninu. Hann var aftur á móti of vinsæll hjá mömmunum og pabbarnir gerðu þá kröfu að Grýla og Leppalúði héldu kappanum heima.


Komið gott af þessum sveinum.


3. Síðasti punkturinn. Nú er komið fulllltt af nýjum myndum í Glamúr shots. Meðal annars er komin fyrsta myndin í nýrri seriu sem mun nefnast Annoying.


Kveðja úr kaupfélaginu.


Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20061206

Daginn


Fátt um málið að segja annað en að hér fæst jólaskapið.





Kveðja


Snæþór


p.s. nýjar myndir í Glamúr Shots í hægra horninu.
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20061204

Daginn


Ljóð dagsins:


Er nálgast jólin lifnar yfir öllum
það er svo margt sem þarf að gera þá
og jólasveinar fara uppá fjöllum
að ferðbúast og koma sér á stjá.

Jólin koma, jólin koma
og þeir kafa snjó á fullri fart.
Jólin koma, jólin koma
allir búast í sitt besta skart.

Takk fyrir það.


Athugasemd dagins:


Það eru komnar nýjar myndir í Glamúr shots hér upp til hægri. Njótið.


Vonbrigði vikunnar:


Án efa eru vonbrigði vikunnar bloggsíða Guðmundar Steingrímssonar. Ég veit ekki hvers vegna en einhvernveginn trúði ég því að hann gæti orðið svona ferskur vindur inn í hinn pólitíska heim, nú þannig að ég smellti mér á bloggsíðuna hans og las nokkra pistla. En hvað sá ég? Jú, enn eina niðurrifs afturhalds vinstri bloggsíðuna. Mér finnst þetta bara alveg með ólíkindum! Hefur þetta fólk engar hugsjónir eða er eina hugsjónin þeirra að vera á móti öllu því sem ríkisstjórnin gerir? Hvar er dugurinn í þessu liði? Hvar er baráttuandinn sem rekið hefur vinstrimenn áfram í gegnum tíðina? Það voru jú vinstrimenn sem hafa leitt verkalíðinn áfram síðasta árhundraðið og því ættu þeir að geta þetta en kannski, já kannski er það einmitt meinið. Þ.e.a.s. að verkalíðsbaráttan nú orðið er ekki svipur hjá sjón. Ég man þegar maður var krakki og horfði með skelfingu á beljaka á borð við Jakann lumbra á stjórnmálamönnum og gerði hann það með skítkasti og niðurrifi? Ó nei, hann var orðhvass, rökfastur og fylginn sér. Mig grunar að gimpi á borð við Gumma Steingríms, Helga Hjörvar og Kötu Júl dreymi rennvota drauma um að vera hálfdrættingar á við Jakann. (ath, að ég á ekki við líkamsþyngd).
Það er gaman að pólitískum deilum þegar þær eru á réttu leveli, þegar þær snúast um pólitík, snúast um ólíkar leiðir og þar sem að báðir aðilar benda á leiðir. Það er bara ekkert gaman af pólitíkinni í dag. Hún virðist snúast um nöldur, væl, tuð og skítkast. Í einu orði sagt ömurleg.
Þannig að, pólitíkusar allra flokka, takið ykkur á og farið nú að skemmta okkur og ykkur.


Kveðja


Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20061127

Daginn, daginn



Já góðan dag kæru lesendur, nú skín sól í heiði og fuglarnir syngja. Bréfberarnir kyrja sín ljóð og englarnir dansa um himingeyminn eins og nýtínd vorblóm í maímánuði.


Nóg um það.


Orð dagsins er Bond, James Bond.


Kaupfélagsstjórinn sá Bondinn um daginn og með talsverðar væntingar. Það voru því hálf nervös skrefin inn í salinn í Smáranum um klukkan 20 á föstudaginn. Myndin byrjaði með látum líkt og Bondinn gerir nú yfirleitt, nokkur vááá, úfff, awww, heyrðust þessi fyrstu augnablik og það verður bara að viðurkennast að myndin hélt út í gegn, frá fyrstu stundu og til hinnar síðustu var maður límdur niður og hreinlega dolfallinn yfir gæðaleik Daniel Craig. Það er því með tómri gleði sem ég gef þessari mynd 8,6 af 10 mögulegum.
Það sem helst klikkaði var eftirfarandi:


  • Upphafskreditin, hvar voru hálf nöktu konurnar sem verið hafa fastir gestir í að ég held öllum Bond myndunum til þessa dags.
  • Fyndið kvenmannsnafn, neibbs, það var engin MoneyPenny og engin Humpalot.
  • Ég held að fátt annað hafi klikkað nema kannski ef vera mætti að mér finnst Daniel Craig ekki flottur ber að ofan. Hann er svona svolítið eins og títuprjónshaus á holdanauti úr Hrísey.

Hitt var bara fínt.

Þannig að lokaorðin eru þessi: Smellið ykkur í bíó, rífið upp 900 kall og kannski smá klink fyrir popp og kók.

Kveðja

Snæþór

snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20061124

Daginn


Orð dagsins er "Bíótímar"


Sú var tíðin eitt sinn í fyrndinni, að því er virðist, að maður fór í bíó klukkan 5, 7, 9 eða 11. Þetta voru góðir tímar, hægt var að fara í bíó hvort sem var um helgar eða í miðri viku. Á þessum tímum sá Kaupfélagsstjórinn margar góðar myndir, svona eins og t.d. Police Academi 1,2,3,4,5 og 6, Lethal Weapon 1,2 og 3, Back to the future 1,2 og 3, Rambo 1,2,3,4 og 5 og svo mætti lengi telja, nú eins og t.d. Emmanuel 1,2,3,4,5,6,7,8,9,10,11 o.s.frv. Sá þær myndir reyndar aldrei. Ekkert frekar en myndirnar í Meyjarmerkinu og fleiri stjörnumerki sem Stöð 2 sendi út yfir saklausar húsmæður í árdaga. Einhvernveginn grunar mig nú að þær myndir hafi lyft "heimilislífinu" á mörgu íslensku heimilinu. En já, það er þetta með bíótímana, nú er það nefnilega þannig að bíóhúsin sýna klukkan 4,6,8 og 10. Þetta er svosem í lagi um helgar en hinsvegar gerir þetta það að verkum að ég og mín ektafrú förum barasta alls ekki í bíó í miðri viku. Ég hef barasta enga trú á því að þetta hafi skilað bíóbófunum þeim hagnaði sem þeir vonuðust til og því óska ég hér með eftir að þessu verði breytt aftur til hins fyrra horf.


En nóg af því.


Össur Skarphéðinsson og hinir fýlupokarnir í stjórnarandstöðunni eru sennilega einhverjir mestu ömurlegheita andskotans fýlupokar íslandssögunnar. Um þetta eru mýmörg dæmi en það allra nýjasta er það að nú er það ríkisstjórninni að kenna að óprúttnir atvinnuhúsnæðieigendur skuli leigja erlendum og innlendum starfsmönnum herbergi í atvinnuhúsnæði sínu gegn himinhárri leigu. Vitiði, ég er bara ekki frá því að Jón Sigurðsson og Geir H. Haarde beri ábyrgð á því að bíllinn minn er skítugur, já og að það sé hálka, jú og að því ógleymdu að það skuli bara vera sumar á Íslandi í 3-4 mánuði á ári. Mikið ógeðslega hlakka ég til 8 mánaða sumranna þegar Össur verður orðinn forsætisráðherra..já og að ógleymdum sköttunum sem hann og hans hyski á eftir að troða á mig. Hvernig væri það nú bara að stjórnarandstaðan opnaði á sér saurugar glyrnurnar og sæju hvað við höfum það helvíti gott hérna á Fróni.


Kveðja


Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr